Evrópumeistaramót í bekkpressu í opnum og unglingaflokki stendur nú yfir í Njarðvík. 84 keppendur frá 15 þjóðum taka þátt.
Mótið byrjaði með keppni í unglingaflokki Karla. Ísland eignaðist fjóra Evrópumeista unglinga en þeir voru Aron Ingi Gautason í 66 kg flokki, Anton Karl Löve 93 kg flokki, Viktor Samúelsson -120 kg flokki og Viktor Ben Gestsson í +120. Þá hlutu Dagfinnur Ari Normann og Guðfinnur Snær Magnússon silfur í sínum þyngdarflokkum en lyfta Dagfinns 217,5 kg, var íslandsmet í opnum flokki. Viktor Samúlesson varð stigahæstur unglinga og nafni hans Viktor Ben Gestsson varð þriðji á stigum. Á morgun kl. 13 heldur svo bekkpressuveislan áfram en þá keppa allar konur, bæði i unglinga- og opnum flokki, ásamt körlum í opnum flokki frá 59 kg til og með 105 kg.
Massi hefur fengið mikið lof fyrir mótið og er öll umgjörð mótið á heimsklassa. Við bjóðum fólki velkomið í íþróttahúsið í Njarðvík. Þetta er viðburður sem enginn má láta framhjá sér fara. Aðgangur er ókeypis.
Í dag keppa konur í opnum og unglingaflokki og karlar í opnum flokki.
Keppni stendur til klukkan 19:00 í dag föstudag og hefst klukkan 12:00 á morgun laugardag.
Á facebook síðu mótsins er að finna allar nánari upplýsingar
https://www.facebook.com/BenchIceland2016/?fref=ts
Einnig er mótið sent út á Youtube