Ellefu Íslendingar keppa á EM öldunga í klassískum kraftlyftingum.
Evrópumeistaramót öldunga í klassískum kraftlyftingum fer fram dagana 12.–18. febrúar en að þessu sinni er mótið haldið í Malaga á Spáni. Kraftlyftingasamband Íslands teflir fram mjög stórum hópi og hvorki meira né minna en ellefu keppendur munu stíga á pall og keppa fyrir Íslands hönd.
Massi á 4 keppendur af þessum stórgóða hóp og hér er dagskráin þeirra
Mánudagur 12. febrúar klukkan 18:00 mun Elsa Pálsdóttir stíga á pall. Hún keppir í – 76kg flokki M3.
Þriðjudagur 13. febrúar klukkan 08.00 mun Hörður Birkisson stíga á pall. Hann keppir í -74 kg flokki M3.
Fimmtudagur 15. febrúar klukkan 12.30 mun Sturla Ólafsson stíga á pall. Hann keppir í -105 kg flokki M2.
Laugardagur 17. febrúar klukkan 08:00 Benedikt Björnsson stíga á pall. Hann keppir í -93 kg flokki M1.
Í fylgd með keppendum verða Kristleifur Andrésson yfirþjálfari og honum til aðstoðar verða Þórunn Brynja Jónasdóttir og Hinrik Pálsson.
Streymi á YouTube rás EPF.
( á myndinni eru þau Benedikt, Elsa, Hörður og Kristleifur, en á myndina vantar Sturlu )