EM U20 kvenna lokiðPrenta

Körfubolti

Njarðvík átti fjóra öfluga fulltrúa í Evrópukeppni B-deildar U20 kvenna. Ísland hafnaði í 12. sæti keppninnar þar sem liðið vann þrjá leiki en tapaði fjórum. Síðasti leikurinn var í gær gegn Úkraínu sem Ísland tapaði 72-55.

Fulltrúar okkar Njarðvíkinga í liðinu voru þær Anna og Lára Ásgeirsdætur, Helena Rafnsdóttir og Vilborg Jónsdóttir. Verkefnið var það síðasta sem þær Lára, Helena og Vilborg tengjast fyrir Njarðvík í einhvern tíma því allar eru þær á förum til Bandaríkjanna í háskólanám.

Á Evrópumótinu var Helena Rafnsdóttir stigahæst í íslenska liðinu og í 20. sæti yfir stigahæstu leikmenn mótsins með 11,4 stig að meðaltali í leik. Vilborg Jónsdóttir varð svo áttundi stoðsendingahæsti leikmaður mótsins með 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Mynd/ Frá vinstri Lára, Vilborg, Helena, Anna.