Ena og Emilie sjóðheitar gegn Þór: Það helsta frá sigrinumPrenta

Körfubolti

Njarðvík vann í gærkvöldi góðan sigur á Þór Akureyri í Subway-deild kvenna. Lokatölur 84-57. Ena Viso og Emilie Hesseldal fóru á kostum báðar með risa tvennur í leiknum. Sigurinn í gær var sá fjórð í röð í deildinni en á laugardag verður skemmtilegur leikur hjá ljónynjunum okkar þegar liðið mætir nýliðum Stjörnunnar í Garðabæ.

Hólmfríður Eyja Jónsdóttir 15 ára leikmaður steig sín fyrstu skref á vellinum fyrir Njarðvík í gærkvöldi og náði að skora í sínum fyrsta leik. Síðustu mínútu leiksins voru fjórir 15 ára leikmenn á vellinum en það voru ásamt Hólmfríði Eyju þær Hulda María Agnarsdóttir, Kristín Björk Guðjónsdóttir og Sara Björk Logadóttir.

Hér að neðan má nálgast helstu umfjallanir um leikinn:

VF.is: Keflavík og Njarðvík hefja nýja árið á sigrum

Karfan.is: Emilie og Ena frábærar í öruggum sigri Njarðvíkur

Mbl.is: Fjórði sigur Njarðvíkinga í röð

Vísir.is: Öruggt hjá Njarðvík

Tölfræði leiksins

Mynd með frétt/ www.vf.is – Hólmfríður Eyja í sínum fyrsta leik með meistaraflokki Njarðvíkur. Á neðri mynd (úr einkasafni) eru þær fjórar 15 ára sem léku saman síðustu mínútu leiksins.