Danski bakvörðurinn Ena Viso hefur samið á ný við Njarðvík fyrir komandi fjör í Bónus-deild kvenna. Ena kom til liðs við Njarðvíkurliðið síðasta sumar og var einn af máttarstólpum liðsins síðastliðið tímabil.
Viso var með 12,8 stig, 7 fráköst og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili en þessi 31 árs gamli bakvörður var líka að jafnaði með tæp 16 framlagsstig á leik.
„Viso kemur með reynslu inn í bakvarðasveitina okkar en hún ásamt Hesseldal og Dinkins leiða áfram ungan og efnilegan hóp í Njarðvík á komandi tímabili. Ég sá nokkuð til Viso á síðustu leiktíð og tel hana vera mikilvægan liðsmann fyrir komandi verkefni hjá okkur,” sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkurliðsins.