Endurlífgunarnámskeið var haldið á vegum UMFN og var þátttaka mjög góð, 18 þjálfarar tóku þátt.
Kennslan var á vegum hjúkrunarfræðinga sem hafa sérhæft sig í endurlífgun og skyndihjálp og eru m.a. með leiðbeinanda réttindi frá Rauða krossi Íslands.
UMFN leggur áherslu á að allir þjálfarar fari á svona námskeið sem framvegis verður haldið á hverju ári.