Engin stig eftir leik við FramPrenta

Fótbolti

Ekki náðum við í stig í þessari heimsókn okkar í höfðuðborgina í kvöld, 2 – 0 tap gegn Fram og botnsætið er okkar. Framarar réðu gangi mála strax í byrjun leiks án þess að hafa einhverja yfirburði yfir okkar. Njarðvíkingar náðu að komast inní leikinn eftir ca 25 – 30 mín leik og voru spila þá á köflum mjög vel, en staðan var jöfn 0 – 0 eftir fyrrihálfleik.

Framarar voru mun sterkari í seinnihálfleik og leikur okkar liðs alls ekki nógu góður, sendingar og móttökur á boltum lélegar. Fyrra mark Fram kom á 78 mín og verður að skrifast á vörn okkar þegar okkur tókst ekki að hreinsa frá í einn sókninni. Við markið reyndum við að allt hvað við gátum til að ná að jafna leikinn án þess að það tækist. Eitt hættulegt færi sem ekki nýttist. Annað mark Fram kom síðan á 96 mín eftir skyndiupphlaup.

Þessi leikur er búin og við náðum engu út úr honum. Liðið náði aldrei þeirri baráttu upp og var í síðasta leik gegn Fjölni. Getan er til staðar til að gera betur en nú verða allir að skoða hug sinn og finna hvað er verið að gera vitlaust eða hvening okkur tekst ekki að gera okkar besta sem þarf til að ná þeim árangri sem við þufum til að halda okkur á floti í Inkasso-deildinni.

Næsti leikur er á laugardaginn eftir rúma viku þegar Magni kemur í heimsókn.

Leikskýrslan Fram – Njarðvik
Fótbolti.net – skýrslan

Fótbolti.net – viðtal við Rafn Markús

Myndirnar eru úr leiknum í kvöld