Erika Williams nýr leikmaður kvennaliðs NjarðvíkurPrenta

Körfubolti

Njarðvíkurkonur hafa samið við bakvörðinn/framherjann Eriku Williams fyrir leiktíðina sem framundan er í Domino´s-deild kvenna.

Williams útskrifaðist frá CSU Bakersfield háskólanum þar sem hún var með 12,3 stig og 4,8 fráköst að meðaltali í leik en samningur hennar við Njarðvík er fyrsti atvinnumannasamningur leikmannsins.

Hallgrímur Brynjólfsson þjálfari Njarðvíkurliðsins kvaðst ánægður með Eriku sem væntanleg er til landsins á næstu dögum. „Þetta er leikmaður sem getur hlaupið í nokkrar stöður innan liðsins og mikill íþróttamaður svo við bindum vonir við að hún geti hjálpað okkar unga liði að vaxa og dafna enn frekar.“