Erlendur Guðnason er þessa dagana staddur í Austurríki þar sem mun dvelja hjá Rapid Vín við æfingar. Hjá Rapid mun Erlendur æfa með U13 akademíu liðinu í rúma viku við glæsilegar aðstæður. Guðni Erlendsson faðir Erlendar og einn af þjálfurum hjá knattspyrnudeildinni er með í ferðinni og mun hann nota tækifærið og fylgjast með þjálfun hjá akademíunni. Feðgarnir nýttu einnig tækifærið og heilsuðu upp á Njarðvíkinginn Arnór Ingva Traustason.
Myndirnar eru teknar á æfingarsvæðinu hjá Rapid Vín.