Íslandsmeistarar Njarðvíkur í Subwaydeild kvenna gerðu nýverið átta nýja leikmannasamninga. Á meðal leikmanna sem skrifuðu undir hjá félaginu var hin margreynda Erna Hákonardóttir sem lék einmitt með Njarðvík árið 2012 þegar kvennalið félagsins vann sína fyrstu Íslands- og bikarmeistaratitla í sögunni.
Eins framlengdu við félagið þær Þuríður Birna Björnsdóttir Debes, Ása Böðvarsdóttir Taylor, Anna Lilja Ásgeirsdóttir og Krista Gló Magnúsdóttir. Þá samdi Njarðvík líka við Lovísu Sverrisdóttur, Dzana Crnac og Andreu Dögg Einarsdóttur.
„Eins og margir tóku eftir þá urðu talsverðar breytingar á okkar hóp í lok síðustu leiktíðar. Ungir og efnilegir leikmenn eru að taka við sínum fyrstu hlutverkum í meistaraflokki og þá er virkilega ánægjulegt að hafa jafn reyndan leikmann og Ernu til þess að efla hópinn og miðla af sinni reynslu,” sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkurliðsins.
Leikmennirnir sem skrifuðu undir hjá Njarðvík
Erna Hákonardóttir
Þuríður Birna Björnsdóttir Debves
Ása Böðvarsdóttir Taylor
Andrea Dögg Einarsdóttir
Anna Lilja Ásgeirsdóttir
Krista Gló Magnúsdóttir
Lovísa Sverrisdóttir
Dzana Crnac
Myndir/JBÓ