Um helgina fara 23 sundmenn og 4 starfsmenn á Euromeet í Luxembourg. Meira en 2000 stungur verða á mótinu en á því keppa sundmenn frá 63 liðum sem koma frá yfir 20 mismunandi löndum. Mótið er afar sterkt og samkeppnin algjörlega á heimsmælikvarða. Liðið leggur af stað í fyrramálið á fimmtudagsmorgni og kemur til baka síðdegis á mánudag. Upplýsingar um mótið er að finna á heimasíðu mótsins: http://www.euromeet.lu Gangi ykkur öllum vel!