Eva María í Njarðvík næstu tvö tímabilPrenta

Körfubolti

Eva María Lúðvíksdóttir skrifaði nýverið undir tveggja ára samning við körfuknattleiksdeild Njarðvíkur og ljóst að hún verður í grænu út leiktíðina 2020-2021. Eva María var einn af máttarstólpum Njarðvíkurliðsins í 1. deild kvenna í vetur.

Eva er 18 ára gamall bakvörður sem var með 6,1 stig, 3 fráköst og 1,5 stoðsendingu að meðaltali í leik á síðasta tímabili.

Mynd/ Kristín Örlygsdóttir formaður KKD UMFN og Eva María Lúðvíksdóttir.