Falzon á förum og Katenda í Njarðvík á nýPrenta

Körfubolti

Tevin Falzon er á förum frá Njarðvík en eftir veru hans á reynslu hjá félaginu hefur sú ákvörðun verið tekin að semja ekki frekar við leikmanninn. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur þakkar Falzon fyrir samstarfið en í hans stað hefur verið samið við Eric Katenda.

Katenda lék með Njarðvík á síðustu leiktíð þar sem hann var með 11,6 stig og 8,4 fráköst að meðaltali í leik. Katenda kemur til landsins í dag og verður kominn með leikheimild á föstudag þegar Njarðvík mætir toppliði Stjörnunnar í Garðabæ.