Ferð til fjár í SkagafjörðPrenta

Körfubolti

Ferð til fjár varð niðurstaðan í Skagafirði þar sem okkar menn drógu að landi tvö mikilvæg stig í Subwaydeild karla í gærkvöldi. Lokatölur Tindastóll 84-96 Njarðvík.

Dedrick Basile fór fyrir liðinu í gær með 20 stig, 10 stoðsendingar og 7 fráköst. Næstur Dedrick var Fotis með 17 stig og 9 fráköst og fyrirliðinn Logi Gunnarsson var að finna sig vel fyrir utan með 5-6 í þristum og lauk leik með 16 stig og 3 stoðsendingar.

Með sigrinum í gær skellti Njarðvík sér aftur á topp deildarinnar með 22 stig eins og Þór Þorlákshöfn en við höfum betur innbyrðis gegn meisturum Þórs.

Nú tekur við vikubið fram að næsta leik en það er Suðurnesjarimma gegn Grindavík í Ljónagryfjunni föstudaginn 18. febrúar kl. 20:15. Ekki láta ykkur koma á óvart ef það verður sitthvað um fjörið í Gryfjunni það kvöldið – nánari tíðindi síðar.

Umfjallanir miðlanna um leikinn:

Karfan.is: Njarðvíkingar sterkari á loksprettinum í Síkinu
RÚV.is: Njarðvík á toppinn
Vísir.is: Fjórði sigurleikur Njarðvíkur í röð
Mbl.is: Njarðvík á toppinn
Vf.is: Njarðvík með góðan sigur á Króknum

Mynd/ Karfan.is-Hjalti Árna: Maciej Baginski lætur vaða í Síkinu.