Ferðalög framundan hjá NjarðvíkurliðunumPrenta

Körfubolti

Ljónahjörðin úr Njarðvík verður á ferðalagi í þessari viku. Karlaliðið leggur leið sína á Sauðárkrók þar sem liðið mætir Tindastól í toppslag Domino´s-deildarinnar í 4. umferð. Bæði lið eru taplaus til þessa en viðureign liðanna fer fram fimmtudaginn 25. október kl. 19:15.

Sunnudaginn 28. október verða Ljónynjurnar á ferðinni þegar liðið leggur leið sína til Akureyrar og mætir Þór kl. 16:00 í Höllinni á Akureyri. Þór lagði ÍR 52-33 í fyrsta leik en tapaði svo 75-46 gegn Fjölni í næsta leik.