Fín ferð í Stykkishólm: Stefnan sett á A-riðil!Prenta

Körfubolti

8. flokkur kvenna fór fína ferð í Stykkishólm síðustu helgi. Stelpurnar kepptu 4 leiki. Móthererjar þessa helgina voru Grindavik, Breiðablik, Keflavik B og Snæfell. Stelpurnar töpuðu báðum leikjunum á laugardeginum á móti Grindavík með 5 stigum og á móti Breiðablik með 2 stigum eftir framlengdan leik. Báðir þessir leikir voru hörku leikir og lítill munur í leikslok.

Á laugardeginum unnust báðir leikirnir nokkuð sannfærandi á móti Keflavik B og Snæfell. Stelpurnar sýndu mikla baráttu og bættu bæði varnarleikinn og vítanýtinguna heilmikið á milli daga. Það var smá spenna í þeim fyrsta daginn enda ekki keppt leik síðan snemma á þessu ári. Stelpurnar spila í B riðli og er markmið vetrarins og koma sér uppí A riðil.

Mynd/ 8. flokkur kvenna ásamt þjálfara sínum Bylgju Sverrisdóttur.