Firmamót Körfuknattleiksdeildar UMFN fer fram í Ljónagryfjunni föstudaginn 26. maí næstkomandi. Aðeins 10 firmalið verða á mótinu og er skráningargjald á lið kr. 20.000.
Leikið verður 4 á 4 með 1-2 skiptimenn í 2×8 mínútur. Skráning fer fram á jbolafs@gmail.com eða í síma 8681061. Ekki sofa á verðinum, skráðu þitt lið til leiks!
Mótið hefst kl. 18:00 í Ljónagryfjunni, liðin geta hitað upp frá c.a. 17.30.
Skráningarfrestur er til þriðjudagsins 23. maí næstkomandi.
Allar nánari upplýsingar er að finna í stórkostlega samsettri auglýsingu hér að neðan.