Fjögur stig eftir í pottinum: Njarðvík-Valur í kvöldPrenta

Körfubolti

Bónudeild kvenna er hafin á nýjan leik eftir landsleikjahlé. Tveir leikir fóru fram í gær þar sem Hamar/Þór lagði Tindastól og Stjarnan vann útisigur á Þór Akureyri. Ljónynjur halda til Reykjavíkur og mæta Val kl. 19:15 en aðeins fjögur stig eru eftir í pottinum af hefðbundinni deildarkeppni áður deildinni verður skipt upp í A og B hluta.

Njarðvík er með 22 stig í 3.-4. sæti deildarinnar en Valur með 14 stig í 7. sæti deildinnar. Þessi tvö stig sem eru í boði í dag eru risavaxin en fyrir ofan eru Þór Akureyri með 24 stig og Haukar með 26 stig svo enn er möguleiki á því að berja sér leið ofar í töfluna. Njarðvíkingar fjölmennum að Hlíðarenda og styðjum okkar konur til sigurs!

Þá er leikurinn einnig sýndur á stöð Bónusdeildarinnar hjá Stöð 2 Sport.

Áfram Njarðvík!