Fjölmenni á dómaranámskeiði unglingaráðsPrenta

Körfubolti

Barna- og unglingaráð körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur hélt dómaranámskeið fyrir iðkendur í 9. bekk og eldri. Námskeiðinu stjórnaði Jón Svan Sverrisson dómari en námskeiðið heitir „Dómari 1.”

Lárus Ingi Magnússon meðlimur í unglingaráði deildarinnar er menntaður dómari og þaulreyndur sem slíkur en hann hafði veg og vanda af skipulagningu og útfærslu námskeiðsins. Allir þátttakendur fengu gefins Fox40 dómaraflautu að loknu námskeiði og mun því heyrast vel í okkar efnilegu dómurum á næstu mótum í Ljónagryfjunni.

Unglingaráð deildarinnar leggur mikið upp úr endurmenntun þjálfara sem og menntun iðkenda en í starfi Barna- og unglingaráðs Njarðvíkur er boðið upp á morgunæfingar, styrktaræfingar og hugarfarsþjálfun fyrir 7. bekk og eldri. Við leggjum líka mikið upp úr því að iðkendur séu meðvitaðir um regluverkið í körfuknattleik til að dýpka sinn eigin skilning og geti þannig liðsinnt yngri iðkendum við nálgun sína á körfubolta.

Myndir/ Frá dómaranámskeiðinu í Ljónagryfjunni um síðustu helgi.