Fjölnir-Njarðvík í Dalhúsum í kvöld!Prenta

Körfubolti

Njarðvík mætir nýliðum Fjölnis í tíundu umferð Domino´s-deildar karla í kvöld kl. 19.15 en leikurinn fer fram í Dalhúsum í Grafarvogi.

Eftir súrt tap í bikarnum eru okkar menn staðráðnir í að halda sigurgöngunni áfram í Domino´s-deildinni og klifra ofar í töfluna fyrir jólafrí. Njarðvík situr í 4. sæti fyrir leikinn í kvöld með 10 stig eins og KR, Haukar og ÍR en Fjölnir er í 11. sæti með 2 stig.

Þetta er síðasti útileikurinn okkar fyrir jólafrí svo við hvetjum alla Njarðvíkinga til að mæta í höfuðstaðinn og styðja liðið til sigurs.

#ÁframNjarðvík