Fjölniskonur sterkari í NjarðtaksgryfjunniPrenta

Körfubolti

Njarðvíkurkonur náðu ekki að tefla fram fullskipuðu liði í dag þegar Fjölnir kom í heimsókn í 1. deild kvenna þar sem þær Erna Freydís Traustadóttir, Sigurveig Sara Guðmundsdóttir og Eva María Lúðvíksdóttir eru allar að glíma við meiðsli.

Njarðvík leiddi 21-19 að loknum fyrsta leikhluta. Okkar konur mættu til leiks með svæðisvörn en á sóknarendanum var Lára Ásgerisdóttir að finna taktinn með 8 stig á fyrstu 10 mínútunum.

Ariel Hern gerði fyrsta þrist Fjölnis í 13 tilraunum þegar 4 mínútur voru til hálfleiks og minnkaði þanning muninn í 29-28. Fjölnir tók við þetta kipp og kláraði næstu fjórar mínútur 2-12 og leiddi 31-40 í hálfleik. Ariel var með 12 stig hjá Fjölni í hálfleik en í Njarðvíkurliðinu var Lára Ásgeirsdóttir með 10 stig.

Fjölnisvörnin var sterk lengst af þriðja leikhluta en tveir góðir þristar frá Njarðvík minnkuðu muninn í 45-57 þegar tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum. Fjölniskonur áttu þó lokaorðin í þriðja og leiddu 45-64 að honum loknum og má einna helst skrifa forskotið á þéttan og góðan varnarleik Fjölniskvenna.

Í fjórða leikhluta gerði Fjölnir vel, hélt sínu striki og hleypti Njarðvíkurliðinu ekki nærri. Lokatölur reyndust 68-81 Fjölni í vil sem hafa nú jafnað Keflabík b á toppi deildarinnar með 22 stig.

Það er ljóst að fyrir ungt og efnilegt Njarðvíkurlið er það áskorun að mæta til leiks án Ernu, Evu og Sigurveigar, þrír sterkir leikmenn sem liðið hefði fegnis hendi viljað tefla fram í dag. Þrátt fyrir öruggan sigur Fjölnis voru margar góðar rispur hjá Njarðvíkurliðinu en Fjölnir með Ariel innanborðs er nú orðið eitt sterkasta lið deildarinnar.

Myndasafn
Tölfræði leiksins