Fjör framundan á Njarðvíkurleikjum með UngóPrenta

Körfubolti

Nýverið framlengdu Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur og Ungó samstarfs- og styrktarsamningi sínum. Kristín Örlygsdóttir formaður KKD UMFN og þær Sædís Lind og Laufey Lind Valgeirsdætur innsigluðu áframhaldandi samstarf.

Eins og flestum ætti að vera kunnugt er Ungó glæsileg ísbúð og skyndibitastaður við Hafnargötu í Reykjanesbæ. Heppnir vallargestir munu í vetur fá að spreyta sig á mismunandi Ungó uppákomum í Ljónagryfjunni þar sem Ungó gjafabréfin góðu verða í verðlaun.

Samstarf deildarinnar við Ungó hefur varað til fjölda ára enda Valgeir Magnússon eigandi Ungó öllum hnútum kunnugur í Ljónagryfjunni hvar hann lét til sín taka á parketinu með yngri flokkum félagsins. KKD UMFN fagnar því að geta haldið áfram jafn öflugu samstarfi við einn af okkar „uppöldu.”

Mynd/ Kristín Örlygsdóttir og þær Sædís Lind og Laufey Lind dætur „Valla á Ungó.”