Fjör í páskaeggjaleit KKD UMFN og Nóa SiríusPrenta

Körfubolti

Pálmasunnudaginn 9. apríl fór fram páskaeggjaleit KKD UMFN og Nóa Siríus í skrúðgarðinum í Njarðvík. Fjör var á gestum sem leituðu af sér allan grun í skrúðgarðinum og voru fyrir dugnaðinn leyst út með páskaeggjum frá Nóa Siríus.

Gestir gátu einnig gætt sér á heitu súkkulaði í skrúðgarðinum sem virðist vera að undirbúa sig fyrir sumarið og ljóst að þar verður fjör í sumar þegar sú gula fer að koma sér betur fyrir í háloftunum.

Körfuknattleiksdeild UMFN vill þakka öllum þeim sem mættu fyrir að gera þetta að léttum og skemmtilegum viðburði og sömuleiðis Nóa Siríus fyrir samstarfið.

Myndasafn frá páskaeggjaleitinni.