Fjórða sæti eftir átta umferðirPrenta

Körfubolti

Njarðvík tók á móti Keflavík í gærkvöldi í Subwaydeild kvenna. Lokatölur 73-80 fyrir Keflavík og því förum við í grænu bara aftur að teikniborðinu. Raquel Laneiro var stigahæst í Njarðvíkurliðinu í gær með 25 stig og 3 stoðsendingar og Bríet Sif Hinriksdóttir bætti við 17 stigum.

Eftir átta umferðir erum við í 4. sæti með 8 stig en Keflavík leiðir deildina með 16 stig:

Hér má svo nálgast allar helstu umfjallanir um leikinn í gær:

VF.is: Keflvíkingar óstöðvandi

Karfan.is: Keflavík vann sinn áttunda í röð í Ljónagryfjunni

Karfan.is: Isabella: Skemmtilegt að koma beint í alvöru slag

Vísir.is: Toppliðið vann meistarana í Suðurnesjaslag

Mbl.is: Keflavík vann Suðurnesjaslaginn