Fjórða tapið í röðPrenta

Fótbolti

Slæmt tap gegn Aftureldingu. Ekki það, að tap sé ekki ávalt slæmt, þá var það alveg sértaklega slæmt í kvöld, er Njarðvík lá 0 – 2 á Rafholtsvellinum gegn baráttuglöðum ungmennafélagsmönnum úr Aftureldingu í Mosfellsbæ. Afturelding er á svipuðum slóðum og við í deildinni og því var um nokkurskonar „6 stiga“ leik að ræða.

Liðin voru nokkuð áþekk í fyrrihálfleik og skiptust á að sækja, án þess að skapa hættuleg færi. Mesta hættan var þegar boltinn skall ofaná markslá heimamanna. Eftir bragðdaufan fyrrihálfleik var staðan því 0-0.

Leikmenn Aftureldingar hófu síðari hálfleik af krafti fyrstu 5 til 10 mínúturnar, en svo var eins og Njarðvík næði betri og betri tökum á leiknum og voru farnir að stjórna honum að mestu leiti, þegar gestirnir skoruðu eftir hraða sókn. Brynjar markvörður hafði varið fast skot á markið út í markteiginn, en leikmaður Aftureldingar fylgdi vel á eftir og skoraði. Eftir markið settu okkar drengir töluverða pressu á gestina og sköpuðust nokkur færi sem áttu að nýtast. Afturelding gerð svo sitt annað mark þegar lítið lifði leiks og sigur þeirra því tryggður. Mjög svekkjandi 0-2 tap og enn hefur okkur ekki tekist að gera mark á heimavelli í sumar.

Nú er það eina ráðið að snúa bökum saman og gera sitt allra besta til að ná fram sigri í næsta leik, sem er heimaleikur gegn Haukum á mánudagskvöldið.

Leikskýrslan Njarðvík –  Afturelding
Fótbolti.net – skýrslan
Fótbolti.net – viðtal við Rafn Markús

Myndirnar eru úr leiknum í kvöld