Fjórir fulltrúar UMFN hafa lokið keppni í SkopjePrenta

Körfubolti

Keppni á Evrópumóti U16-kvenna í B-deild er að ljúka þar sem Ísland hafnaði í 19. sæti. Fjórir fulltrúar úr Ljónagryfjunni tóku þátt í verkefninu en það var þjálfari liðsins Daníel Guðni Guðmundsson. Ásamt þjálfara voru þær Dagrún Jónsdóttir, Alexandra Sverrisdóttir og Jóhanna Lilja Pálsdóttir fulltrúar Íslands ytra.

Hópurinn er væntanlegur heim til Íslands á næstunni en heimasíða UMFN óskar Daníel, Dagrúnu, Alexöndru og Jóhönnu til hamingju með sitt veglega framlag til landsliðsins.

#ReppaGrænt