ÍRB stelpurnar syntu vel í Baku – Úrslit

Í sömu viku og AMÍ var haldið tóku Sunneva Dögg Friðriksdóttir og Eydís Ósk Kolbeinsdóttir þátt í 1. Evrópuleikunum sem haldnir voru í Baku í Azebaijan. Með þeim í för voru Harpa Ingþórsdóttir (SH), Bragi Snær Hallsson (Tromsö) og Bryndís Bolladóttir (Óðinn) og landsliðsþjálfarinn Jacky og Unnur sjúkraþjálfari. Sunneva synti þrjú sund fyrsta daginn, 100 skrið, 4×100 skriðsund boðsund og 800 skrið. Sundin urðu betri í hvert sinn. Hápunkturinn var að sjálfsögðu frábæra nýja ÍRB metið í opnum flokki (9:11.90) í 800 skrið (704 FINA stig) og er hún núna aðeins 2 sek frá Íslandsmetinu í sínum aldursflokki. Tíminn hennar í 400 skrið var hennar 4. besti frá upphafi en hinir þrír eru frá því á ÍM50 í apríl og smáþjóðaleikunum í maí. Tíminn hennar í 100 skrið var hennar þriðji besti en hún hefur náð undir 1:00 í 50 laug þrisvar sinnum síðan í mars og var fyrsta ÍRB konan til þess að ná því. Hún synti svo einnig 200 m skriðsund og náði þar sínum 3. besta tíma en bestu tímarnir hennar voru syntir á ÍM50 og Euromeet í febrúar. Hápunktur mótsins hjá Eydísi Ósk var 1500 skrið (691 FINA stig) þar sem hún náði tíma sem er sá næst besti sem hún hefur náð og var hún aðeins 1.81 sek frá Íslandsmetinu í aldursflokknum sem hún náði í apríl á ÍM50. Í 400 skrið og 200 fjór náði hún 3. besta tíma sínum og voru bestu tímarnir hennar í þessum greinum einnig frá ÍM50. Sunneva og Eydís voru báðar í boðsundsveitinni sem sló Landsmetið í aldursflokknum (15-17 ára) í 4×100 m skriðsundi og bættu stelpurnar metið um heilar 9 sek og syntu þær báðar mjög vel í boðsundinu og voru á sínum bestu tímum. Stelpurnar voru heillaðar af því hversu sterkt mótið var í Baku en þar voru sundmenn á þeirra aldri (15-16) ára oft að synda á tímum sem eru miklu hraðari en Íslandsmetin. Þeim fannst lokahátíðin einnig mjög glæsileg. Þær eru nú snúnar til baka í góðum gír og tilbúnar fyrir framtíðina. Til hamingu stelpur! Vel gert! Úrslit Ný met í Baku Sunneva Dögg Friðriksdóttir 800 Skrið (50m) Konur-ÍRB Sunneva Dögg Friðriksdóttir 800 Skrið (50m) Konur-Njarðvík Sunneva Dögg Friðriksdóttir 800 Skrið (50m) Stúlkur-ÍRB Sunneva Dögg Friðriksdóttir 800 Skrið (50m) Stúlkur-Njarðvík

SKRÁNING

Innskráning Smelltu hér til þess að fara inn á skráningarsíðu deilda

NÆSTU VIÐBURÐIR

Engir viðburðir á næstunni.

Kveðjuhóf og sigurhátíð

Miðvikudaginn 8. júlí ætlum við að koma saman, kveðja Anthony, gleðjast yfir frábærum sigri á AMÍ og hafa gaman saman. Hver og einn skráir sig og millifærir fyrir sig og sína fjölskyldu. Skráningu og millilfærslu þarf að vera lokið í síðasta lagi sunnudaginn 5. júlí. Aðeins verður pantaður matur fyrir þá sem millifæra, skráning dugir ekki. ÍRB býður upp á gos með matnum og greiðir niður matinn að hluta. Við verðum í K-salnum og byrjum kl. 18:30. Ási í Menu sér um matinn en boðið verður upp á: Hrikalega djúsi 90 g hamborgarar með tilheyrandi meðlæti Engifermarineraðar kjúklingabringur á spjóti Hunangs-sinnepssósu Meðlæti: Bakaðar kartöflur, íslenskt smjör, sumarsalat, maískorn. Verð á mann er kr. 1.900, borga þarf fyrir alla, líka sundmanninn. Millifærsla verður hafa borist sunnudaginn 5 júlí. Reikningsnúmer fyrir millifærslu: 0142-26-010236 kt 480310-0550 Skráningarsíða: https://docs.google.com/forms/d/11GnL17Jt1MKjUH7E-ir8zjEBoMdl4Egy3FB5Ne5MujI/viewform Allir velkomnir, núverandi sundmenn, foreldrar, fyrrverandi sundmenn og þeir sem hafa starfað með Ant síðastliðin 5 ár. Látið berast! Hlökkum til að sjá sem flesta. Stjórn Sundráðs ÍRB

Nú er komið að lokahnikknum!

Nú þegar það er bara örstutt þangað til við leggjum af stað norður er mesta vinnan að baki. Sundmenn og fjölskyldur þeirra hafa þurft að taka hundruð ákvarðanna sem hafa áhrif á árangurinn. Þessar ákvarðanir munu skipta máli.

1 vika til stefnu!

Nú er bara ein vika, 7 dagar, 168 tímar eða 10080 mínútur eftir þar til við leggjum af stað á Akureyri og lokaundirbúningur er í fullum gangi fyrir stóru keppnina.

AMÍ liðið í sólríkri grillveislu

Á laugardaginn komu saman tæplega 100 manns í Sólbrekkuskógi, nutu veðurblíðunnar og áttu góða stund saman í grillveislu AMÍ keppenda. Í ár fara 60 keppendur frá okkur og var stærstur hluti þeirra mættur ásamt fjölskyldumeðlimum og sundmönnum frá ÍA og UMFA sem hér voru í æfingabúðum með efstu hópunum okkar. Grillaðar voru pylsur og svo var farið í leiki sem voru vel skipulagðir og efla liðsandann. Dagurinn einkenndist af léttleika og gleði sem þakka má góðu skipulagi þeirra sem að því komu og auðvitað góða veðrinu. Takk allir sem komu að þessu og skipulöggðu þennan árlega viðburð. Gangi ykkur vel í lokaundirbúningi fyrir AMÍ! Æfið vel! Fleiri myndir hér: http://www.keflavik.is/sund/myndasafn/?gid=1092

Lið vinna saman

Síðasta laugardag var haldinn sameiginlegur æfingadagur hér í lauginni okkar þar sem sundmenn frá ÍRB, Akranesi og Aftureldingu æfðu saman. Þjálfararnir Kjell (yfirþjálfari á Akranesi) og Salóme (yfirþjálfari aftureldingar) komu með hóp sundmanna sem æfðu með okkur á tveimur æfingum þennan dag. Með þeim var einnig Amanda þjálfari sem var áður þjálfari á Selfossi og síðar Ármanni en hún tekur fljótlega við yfirþjálfarastöðu hjá Aftureldingu. Næstum allir sundmenn í efstu hópunum tveimur mættu á a.m.k aðra æfinguna en sérstaklega var góð mæting á morgunæfinguna. Það var frábært að sjá sundmenn úr þessum liðum æfa sama, spjalla og gefa hvort öðru góð ráð. Liðin tóku svo einnig þátt í AMÍ grillveislu ÍRB í Sólbrekkuskógi í hádeginu og var dagurinn afar ánægjulegur. Takk allir sem tóku þátt :) Gangi ykkur vel á AMÍ!