AMÍ grill og góðir gestir

Okkar árlega AMÍ grillveisla í Sólbrekkuskógi verður haldin á morgun. Veislan er beint eftir æfingu eða um 11:30, en allir hópar æfa klukkan 9 í fyrramálið. Munið að koma með 700 kr á mann í reiðufé fyrir veisluföngunum, enginn posi er á staðnum. Við fáum góða gesti frá Aftureldingu og ÍA en sundmenn frá þeim munu æfa með Úrvalshópi og Landsliðshópi á morgun og vera með okkur í grillinu. Liðin æfa einnig saman frá 15-17 og ætlast er til þess að allir mæti á æfingarnar þar sem nú eru aðeins 12 dagar í AMÍ.

SKRÁNING

Innskráning Smelltu hér til þess að fara inn á skráningarsíðu deilda

NÆSTU VIÐBURÐIR

Engir viðburðir á næstunni.

Bara tvær vikur eftir!

Nú þegar það eru bara tvær vikur þar til liðið okkar leggur af stað á AMÍ er hver einasta æfing gríðarlega mikilvæg. Þar sem þetta er liðskeppni er mikilvægt að hafa í huga að hver sundmaður hefur hlutverk og það er aðeins með því að mæta og æfa 100% vel sem þeir styðja liðið sitt á réttan hátt. Vertu hluti af liðinu þínu-mættu í laugina og vertu sannur liðsfélagi!

Hraði á Vormótinu – Úrslit

Vormót ÍRB var haldið í gær, daginn fyrir síðasta skráningardag inn á AMÍ. Mótið var síðasta tækifærið sem sundmanna okkar til þess að ná inn á AMÍ og var líka keppnisæfing fyrir þá sem þegar hafa náð inn í sundunum sínum á AMÍ. Á mótinu náðu sumir sundmenn frábærum árangri og voru nokkur ÍRB met í hættu. Af árangrinum mátti greinilega sjá hverjir hafa stunda æfingarnar af kappi. Eydís Ósk Kolbeinsdóttir var fremst í flokki með frammistöðu sinni í 200 flug og 200 bringu. Bætti tímann sinn um heilar 14 sekúndur í fluginu á tímanum 2.23:65 sem kemur henni í hóp meðal hröðustu flugsundkvenna í sögu ÍRB. Ekki slæmt miðað við að þetta er þriðja besta sundgreinin hennar og gamli tíminn hennar var rétt innan við ársgamall. Í 200 bringu bætti hún sig um 6 sekúndur sem gerir hana að 14 hraðasta sundmanni sem ÍRB hefur átt í 200 bringu og það í sundi sem hún álítur sína verstu sundgrein. Það þarf enginn að vera hissa á því að við álítum Eydísi vera duglegasta sundmanninn í ÍRB hvað varðar mætingu, hugarfar og vinnusemi bæði í lauginni og styrktaræfingum. Erfiðið skilar sér, það sjáum við aftur og aftur. Eydís fylgir einfaldlega þeirri æfingaáætlun sem sett er fyrir hana og æfir einbeitt og af krafti. Ætlar þú líka að taka ákvörðun um að æfa af krafti til árangurs?? Eydís var ekki sú eina sem náði góðum árangri eins og sjá má á úrsliðunum í viðhenginu. Þar sem eldri sundmenn náðu inná topp 10 og topp 20 hröðustu sundmenn sem ÍRB hefur átt. Þessir sundmenn hafa án undantekningar sýnt að þeir hafa frábært viðhorf hvað varðar mætingu og eru jákvæðir gagnvart æfingum. Mikið var um að sundmenn væru að ná inn nýjum greinum á AMÍ. Það var frábært að fá sjá Aron Fannar Kristínarson og Guðmund Leo Rafnsson ná lágmörkum inn á ÁMÍ í fyrsta skiptið, innilega til hamingju með það. Flosi Ómarsson og Gabríel Þór Sigmundsson náðu það góðum árangri að þeir mega flytjast úr Sverðfiskum í Háhyrninga, þvílíkur dugnaður!. Nú eru einungis tvær vikur í AMÍ. Nú ættu allir sundmenn að vera SÚPER duglegir að mæta á allar þær æfingar sem völ er á, það mun svo sannarlega skipta máli. Gangi ykkur vel.

Svanfríður sundmaður mánaðarins í Landsliðshópi

Í hverjum mánuði munum við kynna einn sundmann úr afrekshópunum okkar sem hefur staðið sig framúrskarandi vel, við sýnum ýmsar hliðar á þessum sundmönnum með myndaseríu sem þeir velja sjálfir. Myndirnar byrja efst til vinstri og fara til hægri og svo niður. Svanfríður Steingrímsdóttir er sundmaður maímánaðar í Landsliðshópi. 1) Vinir
 2) Uppáhalds sundmaður
 3) Glæsilegt sund
 4) Langar að ferðast til
 5) Uppáhalds matur
 6) Uppáhalds teiknimyndapersóna
 7) Uppáhalds bíómynd eða sjónvarpsþáttur
 8) Uppáhalds dýr
 9) Hvaða Herra karakter ertu?
 10) Uppáhalds staður sem þú hefur ferðast til
 11) Hvað sem er
 12) Uppáhalds áhugamál annað en sund
 13) Uppáhalds litur
 14) Uppáhalds bygging
 15) Hvað viltu verða þegar þú verður stór?
 16) Fjölskyldan

Erna Guðrún sundmaður mánaðarins í Úrvalshópi

Í hverjum mánuði munum við kynna einn sundmann úr afrekshópunum okkar sem hefur staðið sig framúrskarandi vel, við sýnum ýmsar hliðar á þessum sundmönnum með myndaseríu sem þeir velja sjálfir. Myndirnar byrja efst til vinstri og fara til hægri og svo niður. Sundmaður maímánaðar í Úrvalshópi er Erna Guðrún Jónsdóttir. 1) Vinir
 2) Uppáhalds sundmaður
 3) Glæsilegt sund
 4) Langar að ferðast til
 5) Uppáhalds matur
 6) Uppáhalds teiknimyndapersóna
 7) Uppáhalds bíómynd eða sjónvarpsþáttur
 8) Uppáhalds dýr
 9) Hvaða Herra karakter ertu?
 10) Uppáhalds staður sem þú hefur ferðast til
 11) Hvað sem er
 12) Uppáhalds áhugamál annað en sund
 13) Uppáhalds litur
 14) Uppáhalds bygging
 15) Hvað viltu verða þegar þú verður stór?
 16) Fjölskyldan

Vormót á morgun – Mótaská

Á morgun höldum við lágmarkamót fyrir AMÍ, Vormót ÍRB. Upphitun hefst klukkan 16:45. Mótið hefst klukkan 17:30. Mótaská er hér með fyrirvara um breytingar