Flottur dagur í dag hjá yngri flokkunum okkarPrenta

Yngri flokkar
10.flokkur drengja komust áfram í 4 liða úrslit með því að sigra nágrana sína í Keflavík á útivelli 78-82 í 8 liða úrslitum íslandsmótsins. Þessa má geta að aðeins einn leikmaður liðsins er í 10.flokki en restin af liðinu eru leikmenn 9.flokks.
8.flokkur kvenna spilaði tvo leiki í Ljónagryfjunni í dag og unnu þær báða leikina. Þær sigruðu Hauka 30-27 og náðu svo flottum sigri gegn Val
50-37.
Á morgun spila þær tvo leiki, kl 10 við Tindastól og kl 13 við Fjölni í Ljónagryfjunni. Hvetjum alla að mæta og styðja stelpurnar.