Foreldrafundur vegna LandsbankamótsPrenta

Sund

Landsbankamót – mótið okkar.

Ágætu foreldrar.

Núna styttist hratt í mótið okkar – Landsbankamótið. Þetta mót er eitt það stærsta sem haldið er á landinu. Við eigum von á 400 sundmönnum og aðstandendum þeirra.

Þetta mót er mótið þar sem foreldrar allra sundmanna í deildinni stíga upp og aðstoða við vinnu. Það þarf að manna sjoppu, vaktir í mat, dómara, tækniherbergi, hlaupara, ljósmyndara og ýmislegt fleira.

2. maí klukkan 19.30 í K-salnum Íþróttahúsinu Sunnubraut verður foreldrafundur vegna Landsbankamóts. Allir foreldrar sem eiga barn í sundi mæta. Mótið kynnt og foreldrar geta skráð sig í störf.

ATH hver sundmaður sem æfir með ÍRB þarf að eiga fulltrúa á fundinum.