Föstudagsfjör í Gryfjunni: Njarðvík-KeflavíkPrenta

Körfubolti

Ræs! Það er útkall. Njarðvík-Keflavík kl. 19:15 í Ljónagryfjunni í kvöld föstudaginn 8. desember. Síðasti heimaleikurinn fyrir jól og Ljónin eiga harma að hefna. Fyllum Gryfjuna!

Í kvöld koma grannar okkar úr Keflavík í heimsókn í Subway-deild karla en þetta er lokaleikurinn í tíundu umferð deildarinnar.  Þá er þetta einnig síðasti heimaleikur Njarðvíkurliðsins fyrir jól því í næstu umferð mætum við Val á útivelli þann 14. desember.

Okkar menn eiga harma að hefna því liðin mættust snemma leiktíðar í bikarnum þar sem Keflvíkingar höfðu betur í framlengdum spennuslag. Sjötti maðurinn í stúkunni skiptir því höfuðmáli í kvöld og við hlökkum til að taka á móti ykkur á besta skemmtistað bæjarins. Sjáumst í Ljónagryfjunni í kvöld!

Áfram Njarðvík