50 mínútna rússíbanareið í kvöld en 99-95 sigur gegn Stjörnunni. Eflaust margir með hjartaflökt á meðan leik stóð og eftir leik en það var gríðarlega sterkt að landa sigri í þessum sveiflukennda leik. Ljónin áfram á toppnum með Tindastól með 14 stig.
Enn eina ferðina var þéttsetið í Ljónagryfjunni og það sannaðist aftur að stuðningurinn skiptir öllu máli! Takk kærlega fyrir komuna Njarðvíkingar. Af leiknum er það að segja að okkar menn virtust ætla að sigla fram úr eftir góðan þriðja leikhluta en Garðbæingar vildu ekki kannast við það.
Það hefði getað orðið grænn sigur þegar boltinn dansaði af hringnum hjá Mario í stöðunni 73-73 en ekki vildi hann niður þarna og aftur varð að framlengja í stöðunni 86-86 eftir að Elvar Már jafnaði með þrist. Með rúma mínútu eftir komst Njarðvík í 94-88 og allt útlit fyrir sigur en 4-point play hjá Skot-Finnanum Kanervo minnkaði muninn í 96-95 en nær komust Garðbæingar ekki þar sem Óli Helgi og Maciej gerðu næstu fjögur Njarðvíkurstig af vítalínunni og sigurinn í höfn 99-95.
Karakter að klára eftir miklar sveiflur. Jeb var með 25 stig í kvöld og 5 stoðsendingar og Elvar Már bætti við 21 stigi, 6 fráköstum og 3 stoðsendingum. Þá var Mario í tvennunni með 15 stig og 12 fráköst og þeir Logi og Julian afmælisbarn dagsins með 8 stig inn af bekknum. Frábær sigur í kvöld og næst á dagskrá er landsleikjahlé og að því loknu er næsti deildarleikur er 9. desember gegn ÍR á útivelli.
Mynd/ Maciej fagnar í leikslok