Fótbolta.net mótið hefst á laugardaginnPrenta

Fótbolti

Fótbolta.net æfingamótið hefst á morgun (laugardag 11. jan) þegar við tökum á móti Selfoss í fyrstu umferð riðils 1 í B deildinni. Ásamt okkur í riðlinum eru Afturelding og Víkingur Ól.

Að lokinni riðlakeppni verður leikið til úrslita við þau lið sem lenda í sama sæti í riðli 2. Þar leika Haukar, Keflavík, Vestri og Þróttur Vogum.

Njarðvík – Selfoss
laugardaginn 11. janúar kl. 16:00
Reykjaneshöll.

Leikjaniðurröðun riðils 1