Fótboltaæfingar fyrir stúlkur fæddar 2008 til 2011Prenta

Fótbolti

Barna og unglingaráð knattspyrnudeildarinnar hefur ákveðið að bjóða uppá æfingar fyrir stúlkur í 6.- og 7. flokki. Í 6. flokki eru stúlkur fæddar 2008 og 2009 en í 7. flokki eru stúlkur fæddar 2010 og 2011.

Fyrsta æfingin er í Akurskóla á föstudaginn kemur 29. september kl. 14:30. Og hvetjum við allar áhugasamar stelpur á þessum aldri til að mæta.

Æfingar verða þrisvar í viku, tvisvar í Reykjaneshöll á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 16:30 – 17:20 og í Akurskóla á föstudögum milli kl. 14:30 – 15:40. Æfingar verða gjaldfrjálsar til 1. nóvember nk.

Þjálfari verður Daníel Örn Baldvinsson íþróttafræðingur og verður Þórir R. Hauksson yfirþjálfari honum innan handar.

Þórir H (2)

Daníel Örn og Þórir Rafn