Fótboltar að gjöf frá UMFNPrenta

Fótbolti

Aðalstjórn UMFN og knattspyrnudeild Njarðvíkur tóku sig saman og gáfu leikskólunum í Njarðvíkurhverfinu og á Ásbrú nýja fótbolta að gjöf. Sjö leikskólar fengu bolta en hver þeirra fékk fjóra bolta. Hugmyndin með gjöfinni er að hvetja okkar yngstu iðkendur til frekari hreyfingar og að kynna þeim fyrir þessari frábæru íþrótt sem fótboltinn er. 

UMFN hefur undanfarin ár boðið upp á æfingar fyrir börn á leikskólaaldri, jafnt drengi sem stúlkur. Æfingar verða í Reykjaneshöllinni í vetur og hvetjum við foreldra að mæta með börnin sín og leyfa þeim að prófa. Nýtt starfsár hefst 1. október þegar fyrsta æfing vetrarins fer fram. Æft verður tvisvar í viku, á fimmtudögum og sunnudögum. Allar upplýsingar um þjálfara flokka og æfingatíma vetrarins má nálgast á heimasíðu félagsins umfn.is frá næstkomandi mánudegi, 14. september, þegar nýtt starfsár verður kynnt.

Á myndinni má sjá þegar Þórir Rafn Hauksson, yfirþjálfari yngri flokka Njarðvíkur í knattspyrnu, afhenti börnunum á leikskólanum Gimli boltana. Börnin voru alsæl með þessa flottu sendingu frá ungmennafélaginu okkar.

Áfram Njarðvík