Frábær lokadagur á ÍM 25. Sex titlar. Tvö íslandsmet. HM lágmark og fleiri sundmenn ÍRB á NM.
ÍM 25 helgin skilaði okkur 21 titli af 44 möguleikum sem er met hjá íslensku félagsliði.
Við settum fjögur íslandsmet, tvö met í boðsundum karla, tvö met í blönduðum boðsundum, eitt stúlknamet í boðsundi og eitt meyjamet í boðsundi.
Eftir þessa helgi þá á ÍRB þennan fjölda í landsliðsverkefnum.Átta sundmenn með keppnisrétt á NM:
Íris Ósk Hilmarsdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir, Sunneva Dögg Robertson, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Stefanía Sigurþórsdóttir, Kristófer Sigurðsson, Þröstur Bjarnason og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson.Tvo sundmenn með keppnisrétt á HM 25:
Kristófer Sigurðsson og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson.
Íris Ósk Hilmarsdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir, Sunneva Dögg Robertson, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Stefanía Sigurþórsdóttir, Kristófer Sigurðsson, Þröstur Bjarnason og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson.Tvo sundmenn með keppnisrétt á HM 25:
Kristófer Sigurðsson og Davíð Hildiberg Aðalsteinsson.
Liðsmenn okkar byrjuðu daginn með látum með því að að setja Íslandsmet um morguninn í 4 x 100m skriðsundi blandaðri sveit. Sveitina skipuðu: Árni Már Árnason, Kristófer Sigurðsson, Sunneva Dögg Robertson og Eydís Ósk Kolbeinsdóttir.
Þeir sem unnu titla í dag voru: Davíð Hildiberg Aðalsteinsson í 100m baksundi, Sunneva Dögg Robertson í 400m fjórsundi, Þröstur Bjarnason í 1500m skriðsundi og Eydís Ósk Kolbeinsdóttir í 1500m skriðsundi.Karlasveitin okkar setti Íslandsmet í 4x100m fjórsundi. Sveitina skipuðu Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Árni Már Árnason, Þröstur Bjarnason og Kristófer Sigurðsson, þeir syntu á 3:43,22 og bættu ársgamalt met SH um 1,78 sekúndu.
Þetta var góður dagur hjá Kristófer, hann átti 21 ára afmæli í dag. Hann byrjaði morguninn á því að setja íslandsmet í blönduðu boðsundi, náði lágmarki á HM25 í100m skriðsundi og endaði daginn með setja íslandsmet með karlasveitinni í fjórsundsboðsundi.Aðrir sem unnu til verðlauna í dag voru: Kristófer Sigurðsson silfur í 100m skriðsundi og HM lágmark, Sunneva Dögg Robertson brons í 100m skriðsundi, Íris Ósk Hilmarsdóttir brons í 100m baksundi og NM lágmark, Baldvin Sigmarsson brons í 50m bringusundi, Karen Mist Arngeirsdóttir silfur í 50m bringusundi, Baldvin Sigmarsson brons í 100m fjórsundi, Stefanía Sigurþórsdóttir brons í 400m fjórsundi, Birna Hilmarsdóttir brons í 1500m skriðsundi og að lokum vann kvennasveitin silfur í 4 x 100m skriðsundi en sveitina skipuðu Stefanía Sigurþórsdóttir, Sylwia Sienkiewiecz, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir og Sunneva Dögg Robertson.Mögnuð helgi og frábær árangur hjá liðsmönnum ÍRB.
Dagur 2
Geggjaður dagur tvö á ÍM 25. Níu titlar. Tvö íslandsmet. Eitt meyjamet og fleiri lágmörk á NM. Sannarlega frábær dagur hjá okkar fólki, en sundfólkið vann níu af þeim fjórtán greinum sem syntar voru. Liðið okkar setti tvö islandsmet og eitt meyjamet ásamt því að fleiri náðu lágmarki á NM og mörg spennandi og flott sund voru í boði frá okkar fólki.Þeir sem unnu titla í dag voru: Sunneva Dögg Robertson í 200 skrið, Þröstur Bjarnason í 200 skrið, Baldvin Sigmarsson vann til tveggja titla, í 400m fjórsundi og 200m bringusundi en bringusundið hjá honum var hvað mest spennandi sund dagsins. Karen Mist Arngeirsdóttir sigraði í 200m bringusundi og náði jafnframt lágmörkum á NM, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir sigraði í 800m skriðsundi og Þröstur Bjarnason sigraði í 800m skriðsundi.Í morgun setti blandaða sveitin í 4x100m fjórsundi íslandsmet en sveitina skipuðu þau Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Árni Már Árnason, Sunneva Dögg Robertson og Eydís Ósk Kolbeinsdóttir.
Aðrir sem unnu til verðlauna í dag voru Sylwia Sienkiewicz brons í 100m flugsundi, Davíð Hildiberg Aðalsteinsson silfur í 100m flugsundi, Stefanía Sigurþórsdóttir brons í 800m skriðsundi og kvennasveit ÍRB brons í 4 x 100m fjórsundi en sveitna skipuðu, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir, Gunnhildur Björg Baldursdóttir og Sunneva Dögg Robertson.
Aðrir sem unnu til verðlauna í dag voru Sylwia Sienkiewicz brons í 100m flugsundi, Davíð Hildiberg Aðalsteinsson silfur í 100m flugsundi, Stefanía Sigurþórsdóttir brons í 800m skriðsundi og kvennasveit ÍRB brons í 4 x 100m fjórsundi en sveitna skipuðu, Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir, Gunnhildur Björg Baldursdóttir og Sunneva Dögg Robertson.
Í 4x100m fjórsundi kvenna sló B-sveit ÍRB meyjametið þegar þær fóru á 4:59,52 en gamla metið var 5:01,09 og það var meyjasveit ÍRB sem setti það á ÍM25 fyrir tveimur árum. Sveitina skipuðu þær Hafdís Eva Pálsdóttir, Sólveig María Baldursdóttir, Eva Margrét Falsdóttir og Ásta Kamilla Sigurðardóttir.
Í 4x100m skriðsundi karla, sem var jafnframt síðasta grein dagsins, sló sveit okkar manna í ÍRB sitt eigið Íslandsmet, sem er rúmlega 7 vikna gamalt. Þeir sigruðu greinina á 3:22,49 en höfðu synt á 3:23,49 í byrjun október. Sveitina skipuðu þeir Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Árni Már Árnason, Kristófer Sigurðsson og Þröstur Bjarnason.
Dagur 1
Góð byrjun á ÍM 25. Sex titlar á fyrsta degi. Stúlknamet í boðsundi.Sundfólkið okkar stóð sig vel á fyrsta degi ÍM 25. Alls vann það sex af þeim fjórtán greinum sem keppt var í dag. Mörg glæsileg og spennuþrungin sund voru synt þar sem allt snerist um að vinna íslandsmeistaratitilinn. Þeir sem unnu til titla voru: Þröstur Bjarnason í 400 skriðsundi, Sunneva Dögg Robertson í 400m skriðsundi, Karen Mist Arngeirsdóttir í 100m bringusundi, Baldvin Sigmarsson í 200m flugsundi, Gunnhildur Björg Baldursdóttir í 200m flugsundi, og boðsundsveit karla varð íslandsmeistari í 4 x 200m skriðsundi eingöngu 7/10 frá íslandsmetinu. Sveitina skipa Kristófer Sigurðsson, Baldvin Sigmarsson, Davíð Hildiberg Aðalsteinsson og Þröstur Bjarnason.
Í 4x100m skriðsundi karla, sem var jafnframt síðasta grein dagsins, sló sveit okkar manna í ÍRB sitt eigið Íslandsmet, sem er rúmlega 7 vikna gamalt. Þeir sigruðu greinina á 3:22,49 en höfðu synt á 3:23,49 í byrjun október. Sveitina skipuðu þeir Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Árni Már Árnason, Kristófer Sigurðsson og Þröstur Bjarnason.
Dagur 1
Góð byrjun á ÍM 25. Sex titlar á fyrsta degi. Stúlknamet í boðsundi.Sundfólkið okkar stóð sig vel á fyrsta degi ÍM 25. Alls vann það sex af þeim fjórtán greinum sem keppt var í dag. Mörg glæsileg og spennuþrungin sund voru synt þar sem allt snerist um að vinna íslandsmeistaratitilinn. Þeir sem unnu til titla voru: Þröstur Bjarnason í 400 skriðsundi, Sunneva Dögg Robertson í 400m skriðsundi, Karen Mist Arngeirsdóttir í 100m bringusundi, Baldvin Sigmarsson í 200m flugsundi, Gunnhildur Björg Baldursdóttir í 200m flugsundi, og boðsundsveit karla varð íslandsmeistari í 4 x 200m skriðsundi eingöngu 7/10 frá íslandsmetinu. Sveitina skipa Kristófer Sigurðsson, Baldvin Sigmarsson, Davíð Hildiberg Aðalsteinsson og Þröstur Bjarnason.