Frábær bikarsigur gegn StjörnunniPrenta

Körfubolti

Þungu fargi var létt af kvennaliði Njarðvíkur í gærkvöldi þegar liðið sló út Stjörnuna í 16-liða úrslitum Maltbikars kvenna 87-84 eftir mikinn spennuslag. Shalonda Winton fór á kostum með 39 stig, 21 frákast og 4 stoðsendingar. Þá bætti Hulda Bergsteinsdóttir við 11 stigum og 3 fráköstum.

Stjörnukonur leiddu mestan hluta leiksins en seigla á lokasprettinum færði okkar konum sigur. Virkilega vel að verki staðið og fögnuðurinn var ósvikinn í leikslok. Njarðvíkurkonur eru því í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit í Maltbikarnum!

Tölfræði leiksins

netto-logo-epli-bl-bakgrRafholt-logo-1