Njarðvík sigraði Þrótt 2 – 3 á Eimskipsvellinum í Laugardalnum í fyrsta leiknum í Inkasso deildinni í sumar. Brynjar Freyr Garðarsson náði forystunni fyrir Njarðvík á 7 mín eftir hornspyrnu. Liðin skiptust á að sækja og verjast allann fyrrihálfleikinn en Þróttur náði að jafna leikinn á 14 mín.
Seinnihálfleikur var eins og sá fyrri barátta en fín skemmtun fyrir áhorfendur, fullt af möguleikum. Þróttur komast yfir á 67 mín þegar dæmd var vítaspyrna á Brynjar Atla markvörð okkar. Forysta Þróttar var ekki löng, Stefán Birgir Jóhannesson jafnaði á 71 mín með skoti beint úr hornspyrnu. Og á 72 mín skoraði Bergþór Ingi Smárason sigurmarkið með skoti utan úr teignum. Það sem eftir leið af leiknum reyndu heimamenn að jafna leikinn en sterk vörn okkar hélt.
Það var frábært að ná að sigra Þróttara í fyrsta leiknum, liðið gafst ekkert upp þó það lenti undir heldur bættu í. Þessi leikur var hin ágætasta skemmtun fyrir áhorfendur í góðu fótboltaveðri í Laugardalnum í dag.
Næsti leikur okkar er á laugardaginn kemur kl. 16:00 gegn Þór Akureyri á heimavelli okkar.
Leikskýrslan Þróttur – Njarðvík
Fótbolti,net – viðtal við Rafn Markús
Fótbolti.net – skýrslan
Myndirnar eru úr leiknum