Frábær Landsbankamótshelgi er nú að baki og það er svolítið eins og dejavu að segja þetta en það er samt alveg satt. Hundruð sjálfboðaliða stóðu þétt saman við það að púsla saman einu stærsta sundmóti ársins. Hvaða annað mót býður upp á tvær mismunandi brautarlengdir, sjóræningjaleik, bíóferðir, gistingu, mat, sjoppu og allar keppnisgreinar? Þetta allt væri ekki hægt án þrotlausrar vinnu margra. Bestu og innilegustu þakkir til allra sem komu að þessu.; Í ár voru meira en 1700 stungur og meira en þúsund bætingarborðar gefnir. Frábært fyrir alla þessa sundmenn að fá tækifæri til að sjá alla vinnuna borga sig. Á mótinu voru 16 Landsbakamótsmet slegin svo þau eru alltaf að verða betri og betri. Til viðbótar voru 14 ÍRB met bætt á mótinu.; Á föstudeginum syntu yngstu sundmennirnir og stóðu þau sig afar vel. Litlu krakkarnir fengu að njóta þess að sjá sundmenn úr efsta hópnum synda sýnisund. Í ár var það 100 flug hjá strákunum og 100 bak hjá stelpunum og voru flestir í þessum hópi að bæta tímana sína. Að lokum skelltu krakkarnir sér í fjörugan sjóræningjaleik sem var stýrt af elstu sundmönnunum.; Í bæði 12 ára og yngri og 13 ára og eldri stóðu ÍRB krakkarnir sig mjög vel í lauginni og í að næla sér í verðlaun. Eitt af markmiðum mótsins var að styrkja AMÍ liðið enn frekar. Því markmiði var náð og nú þurfa allir sem þangað eru að fara að einbeita sér vel í undirbúningnum til þess að vera tilbúin fyrir keppni í stærstu liðakeppni ársins.; Á laugardeginum skrifuðu Sigurbjörg Róbertsdóttir formaður sundráðs ÍRB og Einar Hannesson útibússtjóri Landsbankans í Reykjanesbæ undir styrktarsamning en Landsbankinn er stærsti styrktaraðili okkar. Kærar þakkir!; Mörg hundruð myndir voru teknar á mótinu og þar má sjá hve mikið var að gerast. Myndirnar er hægt að skoða á facebooksíðu Sundráðs ÍRB. Endilega kíkið á þær!; Takk fyrir enn og aftur þið sem tókuð þátt á þessari frábæru helgi, vel gert líka hjá krökkunum sem voru að synda.; Úrslit og met hér fyrir neðan.; Úrslit; Sýning á föstudegi; 8 ára og yngri föstudagur; 12 ára og yngri laugardagur og sunnudagur; 13 ára og eldri laugardagur og sunnudagur; Ný met:; Landsbankamót sýning á föstudegi; Eydís Ósk Kolbeinsdóttir 100 Bak (25m) Konur-Njarðvík; Eydís Ósk Kolbeinsdóttir 100 Bak (25m) Stúlkur-Njarðvík; Landsbankamót 8 ára og yngri; Katla María Brynjarsdóttir 25 Bak (25m) Snótir-Njarðvík; Landsbankamót 12 ára og yngri; Bergþóra Sif Árnadóttir 100 Skrið (25m) Hnátur-Njarðvík; Eva Margrét Falsdóttir 200 Skrið (25m) Hnátur-ÍRB; Eva Margrét Falsdóttir 200 Skrið (25m) Hnátur-Keflavík; Eva Margrét Falsdóttir 200 Flug (25m) Hnátur-ÍRB; Eva Margrét Falsdóttir 200 Flug (25m) Hnátur-Keflavík; Eva Margrét Falsdóttir 400 Fjór (25m) Hnátur-ÍRB; Eva Margrét Falsdóttir 400 Fjór (25m) Hnátur-Keflavík; Katla María Brynjarsdóttir 50 Bak (25m) Snótir-Njarðvík; Katla María Brynjarsdóttir 100 Bak (25m) Snótir-Njarðvík; Landsbankamót 13 ára og eldri; Sunneva Dögg Friðriksdóttir 100 Bak (50m) Konur-Njarðvík; Sunneva Dögg Friðriksdóttir 100 Bak (50m) Stúlkur-Njarðvík