Njarðvík vann í gærkvöldi mikilvægan sigur á ÍR í Subwaydeild karla eftir framlengdan spennuslag. Lokatölur voru 105-109 fyrir okkar menn í grænu þar sem Nico Richotti var stigahæstur með 27 stig, 7 stoðsendingar og 5 fráköst.
Næstur á blaði var Dedrick Basile með 24 stig, 8 stoðsendingar og 6 fráköst og þá var Mario Matasovic að klukka tvennuna með 22 stig og 12 fráköst.
Gríðarlega mikilvægur sigur og hélt okkur á lífi í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Ef hann á að koma í hús þá dugir ekkert annað en sigur gegn Keflavík í lokaumferðinni. Það má búast við smekkfullri Ljónagryfju á fimmtudag svo endilega verið á varðbergi og tryggið ykkur miða í tæka tíð!
Myndasafn úr leiknum (Skúli Sig)
Hér má svo líta helstu umfjallanir um leikinn
VF.is: Njarðvík knúði fram sigur í framlengingu
Karfan.is: Njarðvík tyllir sér í toppsætið