Framlengt og tvö góð stig gegn StólunumPrenta

Körfubolti

Njarðvík lagði Íslandsmeistara Tindastól í framlengdum slag síðasta föstudag. Lokatölur 101-97. Tvö dýrmæt stig í sarpinn og með sigrinum og úrslitum helgarinnar eru fjögur lið jöfn á toppi deildarinnar. Ekki amaleg niðurstaða fyrir aðstoðarþjálfarann Daníel Guðna sem átti afmæli á föstudag!

Liðin með tíu stig á toppnum eftir sjö umferðir eru Njarðvík, Þór Þorlákshöfn, Stjarnan og Valur. Þess má einmitt geta að næsti deildarleikur hjá Ljónunum er toppslagur þegar Þór Þorlákshöfn kemur í heimsókn þann 23. nóvember næstkomandi.

Hér að neðan má nálgast helstu umfjallanir úr Tindastóls-leiknum:

Tölfræði leiksins

Myndasafn úr leiknum

Karfan.is: Lykill: Chaz Williams

Karfan.is: Njarðvík lagði meistarana í framlengingu

Karfan.is: Viðtal við Daníel Guðna eftir leik

VF.is: Njarðvík vann Stólana í framlengingu

Mbl.is: Njarðvík vann meistarana í framlengingu

Mbl.is: Lét þá aðeins heyra það

Vísir.is: Njarðvíkingar mörðu meistarana

Vísir.is: Ég vil ekki hljóma hrokafullur en mér fannst þetta bara skyldusigur