Framtíðin björt í MassaPrenta

Lyftingar

Æfingarmót KRAFT var haldið í Ásgarði, Garðabæ þann 12. febrúar. Mótið er haldið ár hvert samhliða dómaraprófi KRAFT, þar sem nýjir dómarakandidatar þreyta verklegs prófs og keppendur fá tækifæri til þess að stíga á keppnispall. 

Kristleifur Andrésson frá Massa, lauk dómaraprófi KRAFT með prýði og bætist þar með í hóp dómara KRAFT. Kristleifur hefur stundað og þjálfað kraftlyftingar í mörg ár. Síðastliðið hefur hann þjálfað Elsu Pálsdóttir, heimsmeistara í klassíksum kraftlyftingum. Stjórn Massa óskar Kristleifi innilega til hamingju með dómararéttindin og vonast eftir áframhaldandi farsælu samstarfi. 

Þrír ungir og efnilegir keppendur frá Massa tóku þátt í mótinu, en þeir eiga það sameiginlegt að hafa allir byrjað að keppa í kraftlyftingum í nóvember 2021 og var þetta því annað mótið þeirra.

í -74kg flokki voru það þeir Andri Fannar Aronsson og Gunnar Ragnarsson, en þeir eru báðir í drengjaflokki (14-18 ára). Gunnar lyfti 160kg í hnébeygju, 97,5kg í bekkpressu og 165kg í réttstöðu sem gerir 422,5 kg í samanlögðu og er það 37,5 kg bæting frá því í nóvember.
Andri Fannar lyfti 170kg í hnébeygju, 115kg í bekkpressu og 170kg í réttstöðu sem gerir 455 kg í samanlögðu og er það einnig 37,5 kg bæting frá því í nóvember.

Samúel Máni Guðmundsson keppti í +120 kg flokki. Hann verður 19 ára á árinu og keppti því í fyrsta skiptið í unglingaflokki (19-23 ára). Samúel lyfti 245kg í hnébeygju, 125kg í bekkpressu og 235kg í réttstöðu sem gerir 605 kg í samanlögðu og er það bæting um 45kg frá því í nóvember.

Ragnar Axel Gunnarsson, faðir Gunnars var á hliðarlínunni með strákunum í dag og deildi reynslu sinni. Ragnar hefur keppt í Kraftlyftingum fyrir Massa síðan 2002 og sett 15 íslandsmet. 

Framtíðin er björt í æfingarbúðum Massa og verður gaman að fylgjast með þessum efnilegu unglingum sem og öðrum keppendum. Við óskum okkar fólki innilega til hamingju með árangurinn og góð störf í þágu félagsins.

f.v. Andri Fannar (MAS), Hjalti (ÁRM), Gunnar (MAS)
Samúel Máni (MAS)
dómarar
Nýútskrifaðir dómarar
f.v. Hinrik, Birgit Rós, Jens Andri, Kristleifur og Helgi Hauksson prófdómari