FréttatilkynningPrenta

UMFN

Efni: Niðurlagning Glímudeildar UMFN.

Aðalstjórn Ungmennafélags Njarðvíkur tilkynnir hér með að ákvörðun hefur verið tekin að leggja niður Glímudeild Ungmannafélags Njarðvíkur. Styr hefur staðið um deildina um langt skeið með tilheyrandi trúnaðarbrestum. Aðalstjórn Ungmennafélags Njarðvíkur sem starfar m.a. á lagagrundvelli Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, ber ábyrgð og skylda að hlutast til þegar deild félagsins verður óstarfhæf vegna ágreinings um það starf sem þar fer fram og þegar hún virðir ei lengur reglur UMFN né lög Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.

Ítrekaðar tilraunir aðalstjórnar til að ná samkomulagi við forsvarsmenn glímudeildarnar í því skyni til að viðhalda starfsemi glímu hér á svæðinu hafa reynst árangurslausar.

Glímudeild Ungmannafélags Njarðvíkur var því lögð niður frá og með 28. september 2023