Fréttir af leikmannahópnumPrenta

Fótbolti

Leikmenn meistaraflokks mættur hressir á æfingu í morgun eftir góðan 3-1 sigur á Völsungi á Rafholtsvellinum. Á æfinguna mætti nýr leikmaður, Alan Kehoe, sem kemur til okkar frá Írlandi. Alan lenti í gærkvöldi eftir ferðlag frá heimalandinu og fékk grænt ljós úr Covid-prófinu strax í morgun þannig hann gat æft með liðinu. Alan er fæddur árið 1996 og getur spilað sem vinstri bakvörður og kantmaður. Hann hefur leikið 10 leiki í írsku úrvalsdeildinni og 45 leiki í írsku fyrstu deildinni. Síðustu ár hefur hann stundað nám í Bandaríkjunum og spilað fótbolta með háskólaliðinu UNH Wildcats. Við bjóðum Alan velkomnum til leiks og bíðum spennt eftir að sjá hann í baráttunni næstu vikur og mánuði.

Hlynur Magnússon, sem kom til okkar í vetur frá Aftureldingu, skrifaði jafnframt undir samning í vikunni við Njarðvík. Hlynur hefur komið sterkur inn í hópinn og staðið sig vel í vetur en hann hefur spilaði með liðinu síðan í janúar. Hann er hávaxinn leikmaður eins og sjá má á meðfylgjandi mynd en hann er jafnframt fjölhæfur leikmaður sem getur leyst flestar stöður á miðjunni, hafsent og hægri bakvörð. Hlynur spilaði 11 leiki með Aftureldingu á síðasta tímabili.

Að lokum er ekki seinna en vænna að kynna til leiks Sean De Silva, en Sean kom til okkar í vetur frá Haukum, en hann spilaði 20 leiki með Haukum í fyrra. Sean kom til landsins rétt áður en allar ferðatakmarkanir skullu á í vetur og upplifiði því þessa sérstöku tíma með leikmönnunum. Sean er fæddur og uppalinn í Karabíahafi, nánar tiltekið Trínidad og Tóbagó, en hann er fjölhæfur miðjumaður sem getur einnig leyst stöðurnar á kantinum. Sean hefur aðlagast mjög vel hér í bæ, er góður liðsmaður og hæfileikaríkur knattspyrnumaður.

Við Njarðvíkingar tökum vel á móti þessum drengjum, sem og öðrum leikmönnum liðsins. Verum dugleg að mæta á völlin og hvetja liðið áfram í baráttunni í 2. deildinni í sumar.

Fyrir fánann og UMFN!

****

Mynd 1: Alan Kehoe og Marc aðstoðarþjálfari

Mynd 2: Hlynur og Aron Hlynur stjórnarmaður

Mynd 3: Sean og Marc aðstoðarþjálfari