Freysteinn Ingi Guðnason á reynslu hjá AaB í DanmörkuPrenta

Fótbolti

Njarðvík­ing­ur­inn ungi og efnilegi, Freysteinn Ingi Guðnason er þessa dagana á reynslu hjá danska félaginu AaB.

Sóknarmaðurinn, Freysteinn Ingi sem er fæddur árið 2007 hefur þegar leikið 16 mótsleiki fyrir meistaraflokk Njarðvíkur en fjórir þeirra hafa komið í Lengjudeildinni í sumar.
Um síðustu helgi skoraði Freysteinn Ingi sitt fyrsta mark í Lengjudeildinni þegar hann skoraði í 4 – 1 sigri Njarðvíkur á Grindavík og varð um leið yngsti markaskorari Njarðvíkur.
Markið má nálgast með að smella hér.

Þá á Freysteinn Ingi fimm leiki með U15 og U16 ára landsliðum Íslands og er á leið með U17 á æfingamótið Telki Cup sem fram fer í Ungverjalandi dagana 14. – 20. ágúst.