Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U15 karla, hefur valið okkar mann Freystein Inga Guðnason í 32 manna hóp til að taka þátt í úrtaksæfingum dagana 24. – 26. janúar.
Freysteinn Ingi var einnig á úrtaksæfingum með U15 fyrr í vetur auk þess sem hann tók þátt í Hæfileikamóti KSÍ.
Knattspyrnudeildin óskar Freysteini Inga til hamingju með valið og góðs gengis á komandi æfingum.