Freysteinn Ingi með mark í vítaspyrnukeppniPrenta

Fótbolti

Landslið U16 karla hóf keppni á UEFA Development Tournament í morgun á Tony Bezzina vellinum á Möltu með 5-2 sigri gegn Armeníu.
Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma og farið beint í vítaspyrnukeppni.
Okkar maður Freysteinn Ingi Guðnason kom inn á sem varamaður í hálfleik, átti flottan leik og skoraði eitt af mörkum Íslands í vítaspyrnukeppninni.

Leikurinn í dag var einn af þremur leikjum liðsins í Möltu. Næst leikur liðið gegn Eistlandi á laugardaginn og heimamönnum í Möltu á þriðjudaginn.

Knattspyrnudeild Njarðvíkur óskar Freysteini til hamingju með sigurinn og markið.