U17 lið karla sigruðu Úsbekistan með tveimur mörkum gegn engu á Telki Cup æfingamótinu í Ungverjalandi.
Íslenska liðið komst snemma yfir með marki úr vítaspyrnu en það var okkar maður, Freysteinn Ingi Guðnason, sem skoraði út vítinu eftir að hafa fiskað vítaspyrnuna sjálfur.
Freysteinn sem var í byrjunarliði Íslands í leiknum, var að skora sitt fyrsta mark fyrir yngri landslið Íslands.
Knattspyrnudeildin óskar Freysteini til hamingju með markið og óskar honum og félögum hans í U17 ára landsliðinu góðs gengis í síðasta leik mótsins gegn Ungverjalandi þann 19. agúst.