Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið leikmannahóp til þátttöku í Telki Cup æfingamóti sem fram fer í Ungverjalandi dagana 14. – 20. ágúst næstkomandi.
Njarðvík á einn fulltrúa í hópnum en Freysteinn Ingi Guðnason, leikmaður meistaraflokks karla, hefur verið valinn í verkefnið.
Freysteinn sem er fæddur árið 2007 hefur þegar leikið 5 yngri landsleiki fyrir Íslands hönd.
Auk þess hefur Freysteinn leikið 16 meistaraflokksleiki í mótum á vegum KSÍ þrátt fyrir ungan aldur og varð á dögunum yngsti leikmaður í sögu Njarðvíkur til að skora í Íslandsmóti.
Knattspyrnudeildin óskar Freysteini innilega til hamingju með valið, og óskar honum góðs gengis með landsliðinu.