Freysteinn Ingi valinn í U17 ára verkefniPrenta

Fótbolti

Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið leikmannahóp til þátttöku í tveimur æfingaleikjum gegn Finnum í Finnlandi dagana 26. febrúar – 2. mars næstkomandi.

Okkar maður, Freysteinn Ingi Guðnason, er einn þeirra leikmanna sem voru valdir í verkefnið.
Freysteinn verður einmitt í eldlínunni með meistaraflokki Njarðvíkur í kvöld í Kórnum gegn HK í Lengjubikar karla.

Hópinn í heild má finna hér: https://www.ksi.is/um-ksi/frettir/frettasafn/frett/2024/02/15/Hopur-U17-karla-sem-maetir-Finnlandi/

Knattspyrnudeildin óskar Freysteini til hamingju með valið, og óskar honum og félögum hans í landsliðinu góðs gengis í verkefninu framundan!